fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Eyjan

Lög á konur

Egill Helgason
Föstudaginn 12. júní 2015 10:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvofandi eru lög á verkfall hjúkrunarfræðinga – það er dálítið spaugilegt að það skuli vera landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra sem dregur Svarta Pétur og mælir fyrir lögunum í þinginu. Sigurður Ingi sat uppi með svarta pétur.

Kannski fékkst ekki annar til þess, það er spurning hvað Sigmundur og Bjarni eru að hugsa – og svo eru það náttúrlega konurnar í ríkisstjórninni eins og til dæmis Ólöf Nordal eða Eygló Harðardóttir?

Þarna er að stórum hluta verið að setja lög á kvennastétt, meðan karlmennirnir á sama vinnustað, læknarnir, eru tiltölulega nýbúnir að gera feita og stóra samninga sem hleyptu kjarabaráttunni í landinu upp. En það virðist ekki vera hægt að veita konunum í hjúkrunarstörfunum sambærilegar kjarabætur.

Nema þá að dómurinn sem kemur saman til að úrskurða að ákveði að láta hækkanir læknanna ganga niður stigann – það væri sjálfsagt eðlilegast.

Þess má minnast að um árið vildi Vigdís Finnbogadóttir helst ekki skrifa undir lög á verkfall flugfreyja. Ráðherrar urðu henni mjög reiðir og hún fékk skammir fyrir.

Nú koma lög á aðra stétt – sem er mestanpart skipuð konum – það er rétt áður en hefjast mikil hátíðarhöld vegna afmælis kosningaréttar kvenna, 19. júní.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar