fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Eyjan

Bíó Paradís – líka fyrir fatlaða

Egill Helgason
Miðvikudaginn 10. júní 2015 07:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég hef stundum reynt að leggja Bíó Paradís lið í skrifum hér á vefinn. Ég er sjálfur gamall kvikmyndaáhugamaður og kvikmyndaskríbent – og ég hef sterkar meiningar á því að nauðsynlegt sé að sýna aðrar kvikmyndir en koma úr hinum ameríska meginstraumi.

Bíó Paradís hefur sinnt því hlutverki með ágætum undanfarin ár. En fjárhagurinn hefur alltaf verið veikur, og stundum hefur legið við að starfsemin færi í þrot. Að miklu leyti er þetta hugsjónastarf.

Nú eru uppi miklar kröfur um að Bíó Paradís bæti aðgengi fatlaðra. Þetta er talið nauðsynlegt, meðal annars vegna þess að bíóið sinnir skólasýningum. En þetta er ekki auðvelt fyrir fjárvana félag sem þarf að bera allan kostnaðinn af framkvæmdunum sjálft.

Bíó Paradís er í gamla Regnboganum, húsi sem var byggt 1977, fyrir tímann að menn fóru að hugsa út í að fatlaðir ættu að hafa góðan aðgang að byggingum. Regnboginn var þá fyrsta fjölsalabíó á Íslandi.

Bíó Paradís er að reyna að safna peningum á Karolina Fund svo hægt sé að ráðast í þessar framkvæmdir. Þetta gengur ágætlega en betur má ef duga skal. Söfnuninni lýkur á miðnætti í kvöld.

6b000730437a8f0120d465644124ce51

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar