fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Eyjan

Skilaboð Rögnunefndarinnar – en allir eru í sömu skotgröfunum

Egill Helgason
Föstudaginn 26. júní 2015 13:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var náttúrlega ekki von á að skýrsla Rögnunefndarinnar svokallaðar yrði til að lægja öldurnar eitthvað í flugvallarmálinu. Íslendingar una því illa að vera sviptir þrasinu sínu. Allir eru í sömu skotgröfunum, ekkert breytist. Og menn virðast gleyma því, eða ekki vilja vita, að nefndin átti ekki að skoða Keflavík sem valkost.

Guðmundur Löve rekstrarhagfræðingur skrifar um skýrsluna á Facebook og dregur saman helstu efnisatriði hennar:

Búinn að lesa skýrslu Rögnunefndarinnar frá orði til orðs. Raunveruleg skilaboð hennar má líklega finna í 11. kafla: Að sameina innanlands- og útlandaflug á einum stað sparar öllum þjóðfélagshópum um 50 milljarða núvirt yfir 50 ár, og brotthvarf vallarins úr Vatnsmýri aðra 50. Þá er ótalinn sparnaður vegna samlegðar í rekstri sem vel má ímynda sér að nemi svipaðri tölu núvirt yfir sama tímabil, þótt það hafi ekki verið reiknað.

Gömul bitbein eins og sjúkraflug og varaflugvöllur eru gjörsamlega jörðuð: Jafnvel miðað við núverandi legu Landspítala lengjast sjúkraflutningar aðeins úr 150 í 160 mínútur að meðaltali (og auðvitað verður nýr LSH byggður annars staðar hvort sem er, t.d. á Vífilsstöðum, auk þess sem ýmsar fleiri mótvægisaðgerðir má sjá fyrir sér). Þá yrði heildarkostnaður flugfélaganna vegna aukinna eldsneytisbirgða vegna fjarlægari varaflugvalla aðeins um 150 millj. á ári, sem er brotabrotabrot af þjóðhagslega ábatanum.

Varðandi staðsetningu virðist Hvassahraun vera eini raunhæfi staðurinn út frá niðurstöðum skýrslunnar. Verst að nefndinni var meinað að skoða Keflavík.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir aðventuna reyna mest á hjónabandið

Segir aðventuna reyna mest á hjónabandið