fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Eyjan

Kjósið ekki Gunnar

Egill Helgason
Fimmtudaginn 25. júní 2015 21:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessi ljósmynd er tekin á Akureyri 1968. Á myndinni má sjá tvo drengi með skilti þar sem stendur Kjósið ekki Gunnar, en á kassabíl þeirra er strengdur borði þar sem er letrað Sameinumst um Kristján Eldjárn.

Þetta var í forsetakosningum og mikill hiti í fólki. Ég var 8 ára og man að börnum var líka heitt í hamsi. Flestir studdu Kristján Eldjárn og það var líklega heldur erfitt að vera hallur undir Gunnar Thoroddsen.

Kristján vann náttúrlega stórsigur í kosningunum.

Í baksýn má sjá bíl af Moskvits-gerð. Rússneskir bílar voru miklu algengari á Íslandi en víðast í Evrópu – merkilegt nokk voru þeir líka á götunum í Grikklandi. Þetta var vegna víðtækra verslunarsamninga Íslendinga við Sovétríkin. Hjá sumum var það pólitísk yfirlýsing að aka á Moskvits, Lödu eða Skoda – aðrir gerðu það vegna þess að slíkar bifreiðar voru ódýrar.

Myndina er að finna í Sarpi og segir að höfundur hennar sé Gunnsteinn Gunnarsson. Reyndar stendur líka að hún sé úr fórum Gunnars M. Magnúss rithöfundar. Gunnar var faðir Gunnsteins – stórmerkur maður sem skrifaði heimildabækur um Ísland í heimsstyrjöldinni fyrri og síðari, ritaði ævisögu Magnúsar Hjaltasonar, skáldsins á Þröm, skrifaði barnabækur og setti saman leikrit. Ég man að Gunnar kom í heimsókn í Vesturbæjarskóla þegar ég var barn, mér þótti mikið til þess koma hafandi lesið bækur hans um styrjaldirnar.

 

1541886_tn_l

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir aðventuna reyna mest á hjónabandið

Segir aðventuna reyna mest á hjónabandið