fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Eyjan

Íslensk heiftrækni

Egill Helgason
Þriðjudaginn 16. júní 2015 20:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland gekk í gegnum alls kyns deilur og óáran, en aldrei var þó mótmælt á þjóðhátíðardaginn. Hann var nokkuð friðhelgur. Þá klæddi fólk sig upp í spariföt og fagnaði lýðveldinu.

Þetta gerði fólk þótt það væri öskureitt yfir her í landi og síðar brjálæðislegri verðbólgu þar sem allt sparifé brann upp. Líka þegar voru eilífar gengisfellingar og regluleg kjaraskerðing. Já, og þá voru líka verkföll.

Nú eru allir hættir að fara í spariföt á sautjánda júní. Fólkið fer í flís – efni sem er búið til úr aflóga plasti. Hátíðleikinn er í samræmi við þennan hátíðarbúning.

Sautjándinn skiptir enda engu máli í hugum fólks. Það hefur enga tilfinningu fyrir honum, enga ást á honum, enga ánægju af honum. Það er feimið við að flagga fánum, eins og Íslendingar eru almennt, og þjóðsönginn getur það ekki sungið af neinu viti.

Því er kannski eðlilegt að efnt sé til mótmæla á sautjánda júní, þótt vissulega sé það nýlunda. En það er ekki alveg laust við að komi upp í hugann vísa eftir skáldið ástsæla, Káin:

Þetta er ekki þjóðrækni

og þaðan af síður guðrækni

heldur íslensk heiftrækni

og helvítis bölvuð langrækni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar