fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Eyjan

Elín Pálma fær heiðursmerki

Egill Helgason
Þriðjudaginn 9. júní 2015 10:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elín Pálmadóttir er í hópi þeirra íslenskra blaðamanna sem ég ber mesta virðingu fyrir. Hún átti glæsilegan feril á Morgunblaðinu, á tímanum þegar það bar höfuð og herðar yfir önnur íslensk blöð.

Svo helgaði Elín sig rannsóknum á sögu franskra fiskimanna við Íslandsstrendur. Útkoman var stórkosleg bók sem nefnist Fransí biskví, hún kom út á frönsku undir heitinu Les Pêcheurs Français en Islande.

Þetta er mikil örlagasaga – frönsku sjómennirnir lentu oft í miklu harðræði við Íslandsstrendur og þúsundir týndu lífinu. Heima í þorpum á Bretagneskaga biðu konur og börn – og er líka mikil saga af því.

Nú hefur Elín fengið æðsta heiðursmerki sem veitt eru í Frakklandi, Ordre National de la Légion d’Honneur. Hún á það svo sannarlega skilið – ég samgleðst innilega.

11402237_10205805813281895_569311799576010358_o

Hér er mynd sem er tekin við orðuveitinguna í gær, hún er fengin af síðu Jóns Þórs Hannessonar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar