fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Eyjan

Nýtt upphaf hjá ríkisstjórninni?

Egill Helgason
Mánudaginn 8. júní 2015 20:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnarandstæðingur einn spyr á Facebook hvort nú sé runninn upp dagur sem markar nýtt upphaf hjá ríkisstjórninni?

Það er vonlegt að spurt sé. Aðgerðaráætlun vegna losunar hafta fær góðar viðtökur. Hún virðist vera vel hugsuð og merkilegt er að þegar sé búið að semja við stóra kröfuhafa – án þess að nokkuð hafi spurst út um það fyrr en nú.

Það ætti að sýna að áætlunin byggir á raunsæi.

Það verður líka frábært ef hægt verður að nota fjárhæðir sem koma í hlut ríkisins til að lækka skuldir þess. Það breytir öllu fyrir fjárhaginn ef vaxtagreiðslur, sem hafa verið hræðilega háar – snarlækka.

Þá ættu að verða aflögu meiri peningar til að leggja í heilbrigðismál, velferð, menntun, rannsóknir. Einhverjum gæti lika dottið í hug að lækka skatta þegar fram líða stundir.

En, eins og bent hefur verið á, erum við tæplega að tala um haftalaust hagkerfi. Meðan við höfum íslensku krónuna verðum við líklega alltaf með höft í einhverri mynd. Krónan fékk að fljóta í smátíma á síðasta áratug og það endaði með skelfingu. Vandinn sem nú er verið að leysa úr stafar af hluta til af mikilli spákaupmennsku í kringum íslensku krónuna.

Þörfin á alvöru gjaldmiðli minnkar semsagt ekkert við þetta.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar