

Í grein í vísindaritinu Nature er fjallað um rannsóknir sem benda til yfirvofandi kólnunar Atlantshafsins.
Segir að þetta muni hafa margháttuð áhrif á loftslag, sumur á Bretlandi verði þurrari, sjávarborð á austurströnd Bandaríkjanna hækki en þurrkar gætu orðið tíðari á Sahelsvæðinu í Afríku.
Þessar hitabreytingar gerast á nokkurra áratuga fresti og stafa af því að hafstraumar bera minni hita norður í Atlantshafið.
Nú er spurning hvaða áhrif þetta kann að hafa á Íslandi, ef rannsóknirnar eru réttar. Undanfarin ár höfum við upplifað hlýjan sjó, makríll hefur gengið í stórum stíl í íslensku lögsöguna og sjófuglar hafa hopað. Er breytinga að vænta á þessu?
Lætur makríllinn sig kannski hverfa aftur?
