
Í gær var stóri furðufréttadagurinn.
Fjárkúgunin stóra reyndist vera rugl.
Og byssumaðurinn í Kópavogi var ekki heima.
Maður vonar að maður upplifi ekki annan svona dag á næstunni.
Kannski má segja að þarna hafi birst rækilega veikleikar fréttamennsku á netinu – þar sem stöðugt þarf að fóðra skepnuna og enginn tími er til að bíða eftir réttum eða áreiðanlegum upplýsingum. Og þar sem alltaf þarf að bregðast við öllu jafnharðan.
En síðan er þessu dreift á Facebook og verður undirstaðan í umræðu sem getur jafnvel orðið hálfsturluð.