fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Eyjan

Sögulegir veitingastaðir í Kaupmannahöfn

Egill Helgason
Þriðjudaginn 2. júní 2015 13:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég dvaldi í Kaupmannahöfn í vikutíma og hafði dálítinn tíma aflögu þegar kvöldaði. Það er einstaklega þægilegt að ganga um Kaupmannahöfn, borgin stendur náttúrlega á flatlendi, hún er þéttbyggð og vegalengdirnar ekki miklar. Maður er ekki lengi að labba lengst utan af Vesturbrú yfir á Austurbrú eða ofan frá Vötnunum niður að Gömluströnd.

Ég dvaldi talsvert í Kaupmannahöfn sem ungur maður, en hef ekki komið mikið þangað síðan. Svo ég gerðist nostalgískur og tók myndir af nokkrum stöðum sem voru vinsælir á áttunda áratugnum, þegar ég var Höfn.

Margt fólk úr mínum aldurshópi á ábyggilega minningar frá þessum stöðum.

IMG_6102

Café Sommersko í Kronprinsensgade. Þetta var smartasta kaffihús á Norðurlöndunum þegar það opnaði 1976, í frönskum stíl. Þegar maður kom þarna fann maður mikið til sín. Staðurinn hefur ekki mikið breyst, en núorðið fattar fólk varla hvað var mikið nýnæmi að honum.

IMG_6103

Skarv eða Skarfurinn. Færeyskur bar í Pilestræde. Þarna komu Íslendingar líka, segja má að staðurinn hafi um tíma verið vestnorrænn. Á Skarfinn var farið til þess að drekka, oft eftir að aðrir staðir voru búnir að loka. Þar var semsagt mikið fyllerí.

IMG_6111

Ítalski pitsustaðurinn í Fiolstræde. Ekki veit ég hvort hann er rekinn af Ítölum, en þarna voru seldar pitsur í árdaga neyslu slíkrar fæðu á Norðurlöndunum. Í lofti héngu rauðvínsflöskur í bastkörfum og þótti afar smart á þeim tíma. Þarna bragðaði ég fyrst pitsu – og auðvitað óraði mann ekki fyrir að þetta yrði þjóðarréttur Íslendinga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar