
Fjölmiðlar hafa verið uppfullir af máli systranna sem ætluðu að kúga fé af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra.
Verknaðurinn virðist hafa verið einstaklega illa undirbúinn og hugsaður, manni dettur strax í hug orðið rugl. En það breytir því ekki að þetta er alvarlegt afbrot.
Mjög sérkennilegt er að fylgjast með umræðunni um þessa atburði. Þannig skrifar til dæmis þekktur álitsgjafi, Lára Hanna Einarsdóttir, á Facebook.
Systurnar Hlín og Malín gerðu mikil mistök með því að reyna að kúga fé út úr SDG forsætis, það var ekki rétta leiðin?
Mistök?
Jú, það má kannski segja að það séu mistök að leiðast út í afbrot, en það er samt ekki fyrsta orðið sem manni dettur í hug.