

Það er stórkostlegt að sjá John Oliver draga hin hryllilegu samtök FIFA sundur og saman í háði.
FIFA er eins og ágeasarfjós sem þarf að moka út úr, þetta er glæpafélag, samfélag mútuþega. En hreinsunin virðist ekki ætla að verða fyrr en Sepp Blatter sjálfur verður leiddur burt í járnum.
En tvennt er alveg nauðsynlegt:
Að koma í veg fyrir að HM 2018 verði haldið í Moskvu – þar sem Pútín, einkavinur Blatters, er við völd – og að koma í veg fyrir að HM 2022 verði haldið í Qatar. Eins og kemur fram í umfjöllun Olivers munu leikmenn þar spila á líkamsleifum þúsunda verkamanna sem láta lífið við að byggja leikvanga.
Svo má sérstaklega benda á kaflann í máli Olivers þar sem hann fjallar um hina viðurstyggilegu kvenfyrirlitningu sem tíðkast innan FIFA.