

Snjall maður, Haukur Már Helgason, bendir á að aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu sé eins og köttur Schrödingers.
Um köttinn er það að segja að þetta er hugsuð tilraun á sviði skammtafræði þar sem köttur verður fyrir blásýrueitrun og er bæði lífs og dauður.
Svoleiðis er um þessa umsókn, hún er dauð eða bráðfeig en svo kemur í ljós að hún er líka lifandi og kannski bara lifandi og dauð í senn.
