fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Eyjan

Ísland er ekkert að fara að springa í tætlur

Egill Helgason
Fimmtudaginn 25. september 2014 10:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ísland er ekkert að fara að springa í tætlur…“

Þetta sagði Ármann Höskuldsson jarðfræðingur í Morgunútgáfunni nú áðan.

Það er gott að vita það. Ármann hefur verið frekar yfirlýsingaglaður varðandi eldsumbrotin eystra meðan Magnús Tumi Guðmundsson hefur verið varkárari í orðum.

Ég verð að viðurkenna að það hafa komið dagar sem ég hef verið með gjörsamlega í maganum yfir þessum atburðum.

Séð fyrir mér að þurfi að flytja fjölda Íslendinga burt af heimilum sínum, jafnvel okkur öll – kannski alla leið til Skotlands nema strókinn leggi líka þar yfir?

Ég hef hrætt vinnufélaga mína með því að Nató muni senda hingað freigátur og flugvélamóðurskip í þessu skyni – því við höfum varla nema eitt varðskip til taks.

Ég ef reyndar þeirrar gerðar að ég þarf alltaf að hafa áhyggjur af einhverju – ef ekki þessu, þá einhverju öðru. Ebólan er reyndar of langt í burtu til valda alvöru kvíða.

En þetta eru svosem býsna hrollvekjandi lýsingar, að frá eldgosinu í Holuhrauni komi meira af gasi og brennisteini en úr öllum gosum á 20. öld.

Og enn á stóra eldstöðin, Bárðarbunga sjálf, eftir að gjósa. Manni skilst á jarðfræðingunum að meiri líkur en minni séu á því að það gerist. Þetta gæti orðið ógurlegur hvellur – og úr þessu gæti komið skelfileg eimyrja.

Er furða þótt maður hafi áhyggjur. En – „Ísland er ekkert að fara að springa í tætlur“.

ImageHandler

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðrún segir þinglok staðfesta fórn ríkistjórnarinnar

Guðrún segir þinglok staðfesta fórn ríkistjórnarinnar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Kjölturakkinn sem heldur að hann sé Rottweiler

Orðið á götunni: Kjölturakkinn sem heldur að hann sé Rottweiler
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sakar stjórnarandstöðuna um vanþekkingu og rekur sögu 71. gr.

Sakar stjórnarandstöðuna um vanþekkingu og rekur sögu 71. gr.
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“