fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Eyjan

Grikkir, lög þeirra og ljóð – tónleikar á föstudagskvöld í Hörpu

Egill Helgason
Fimmtudaginn 8. maí 2014 22:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svona verður ekki mælt, en mér hefur stundum dottið í hug að Grikkir séu tónelskasta þjóð í Evrópu.

Grikkir njóta sinnar eigin tónlistar í mjög miklum mæli, þ.e. maður getur farið vítt og breitt um Grikkland án þess að heyra egilsaxneska dægurtónlist sem öllu hefur tröllriðið síðustu áratugi. Þeir halda semsagt mikið upp á sína þjóðlegu tónlistarhefð. Hún er líka afar fjölbreytt og birtist í ólíkum greinum tónlistar, allt frá klassík yfir í popp.

Það er líka áberandi hversu Grikkir kunna mikið af sinni eigin tónlist. Á mannamótum eru gjarnan dregin fram hljóðfæri og þá er merkilegt að heyra að þorri fólks kann lög og ljóð. Það syngur með. Fyrir utan dansana – það er oft stutt í dansinn.

Í veislum og hinum frægu grísku brúðkaupum rúllar tónlistin áfram fram undir sólarupprás. Tveir Nóbelsverðlaunahafar Grikklands í bókmenntum, Seferis og Elytis, voru báðir ljóðskáld – og söngvaskáld eru höfð í miklum hávegum, Theodorakis, Hadidakis, Manos Loizos, Stavros Kouyioumtzis, Apostolis Kaldaras og Dionysis Savvopoulos, svo fáein nöfn séu nefnd.

Sérstök grein grískar tónlistar er rebetiko – sem stundum hefur verið nefnt gríski blúsinn. Þetta er tónlist sem er upprunnin í grískum hafnarborgum á millistríðsárunum. Hún er undir nokkuð sterkum austrænum áhrifum – á þessum tíma flúði mikill fjöldi Grikkja heimkynni sín í Litlu Asíu og settist að Grikklandi. Rebetiko var tónlist fólks sem þótti ekkert sérstaklega fínt,  hún blómstraði á knæpum, hassbúllum og í fangelsum, textarnir fjölluðu gjarnan um utangarðsfólk og á tíma var reynt að banna rebetiko. Bæði hið siðprúða og kristna hægri og hið kommúníska vinstri höfðu horn í síðu rebetiko – tónlist og textar þóttu siðspillandi.

images-3

Rebetiko-tónlistin var enduruppgötvuð á árunum í upp úr 1960 og nú nýtur hún bæði virðingar og vinsælda, frumkvöðlar hennar eins og Markos Vamvakaris, Sotiria Bellou og Vassilis Tsitsanis eru í miklu metum, auk þess sem yngri flytjendur eins og Giorgos Dalaras tóku hana upp á arma sína.

Því nefni ég þetta að tónleikar með grískri músík eru í Hörpu á föstudagskvöld. Þeir eru tvískiptir. Í fyrri hlutanum er tónlist eftir Nikos Skalkottas, tónskáld sem var nemandi sjálfs Arnolds Schönberg, en dó snauður og fyrir aldur fram 1949. Hróður hans hefur verið vaxandi og hefur verið sagt að hann sé síðasta óuppgötvaða meiriháttar tónskáld 20. aldarinnar. Caput-hópurinn flytur tónlist hans. Svo kemur Þóra Einarsdóttir fram og syngur grísk þjóðlög sem voru útsett af sjálfum Maurice Ravel á árunum 1904-1906.

Gedenktafel_Nürnberger_Str_19_(Charl)_Nikos_Skalkottas

Eftir hlé leikur svo hljómsveitin Pringipessa Orchestra sem kemur frá borginni Þessaloniki. Þetta er nokkuð fjölmenn sveit og hefur á að skipa frábærum söngvurum og hljóðfæraleikurum. Hún spilar rebetiko og fyrst og fremst lög eftir einn stórmeistara þeirrar greinar, Vassilis Tsitsanis. Hann var uppi frá 1915-1984, var feikilega vinsæll og afkastamikill, þótti frábær bousouki-leikari og er talinn með helstu tónskáldum Grikkja fyrr og síðar.

pe25_tsitsanis

Og hér er svo mynd af nokkrum meðlimum úr Pringipessa Orchestra þar sem þeir tóku lagið í Reykjavík í gærkvöldi. Það er ókeypis inn á tónleikana á föstudagskvöld en þeir sem vilja fara þurfa að tryggja sér miða á midi.is eða í Hörpu.

10351915_10203859287665617_7949811756325590069_n

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Málþófið tætir fylgið af Sjálfstæðisflokknum – líka í borginni

Orðið á götunni: Málþófið tætir fylgið af Sjálfstæðisflokknum – líka í borginni
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Foringjakreppa í flokknum

Óttar Guðmundsson skrifar: Foringjakreppa í flokknum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Sundruð stjórnarandstaða – umboðslausir þingflokksformenn

Orðið á götunni: Sundruð stjórnarandstaða – umboðslausir þingflokksformenn
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Deilir kostulegri ræðu Ingibjargar til að sýna fáránleika málþófsins – „Eeee…hvaða umsögn var ég að fara yfir?“

Deilir kostulegri ræðu Ingibjargar til að sýna fáránleika málþófsins – „Eeee…hvaða umsögn var ég að fara yfir?“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Raunverulegur tilgangur málþófsins – andspyrnuhópur vill skipta um formann

Orðið á götunni: Raunverulegur tilgangur málþófsins – andspyrnuhópur vill skipta um formann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón