fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Eyjan

„Við förum ekki heim fyrr en á okkur er hlustað!“

Egill Helgason
Sunnudaginn 23. febrúar 2014 20:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á morgun klukkan þrjú er boðað til mótmæla fyrir utan Alþingi vegna þingsályktunar sem þá verður til umræðu á Alþingi –  um að afturkalla aðildarumsóknina að Evrópusambandinu.

Fundarboðin sjást víða á Facebook og allmargt fólk hakar við og segist ætla að mæta.

Það getur þó verið dálítið tvísýnt að boða til slíkra mótmælaaðgerða. Ef mæta fáir er hætt við að vindurinn fari úr hreyfingunni.

Við höfum séð nóg af slíkum mótmælaaðgerðum síðustu árin, en líka mótmælafundi þar sem mætti mikill fjöldi fólks og gerði ríkisstjórnir þess tíma býsna skelkaðar.

Við höfum séð tunnur, eggjakast, logandi blys, brotna glugga eftir grjótkast, táragas og brynvarðar lögreglusveitin.

Því skal spáð hér að þetta verði með rólegra móti á morgun, en sjálfsagt verður nokkur viðbúnaður.

Í fundarboðunum er sagt orðrétt:

Við förum ekki heim fyrr en á okkur er hlustað!

Það getur verið mjög hæpið að lofa slíku, eða eru menn tilbúnir að tjalda á Austurvelli í febrúarkuldanum?

Líklegt er að ríkisstjórnin sem er inni í hlýjunni hafi meira þolgæði.

Mtmli__Austurvelli_tff_kristinn_magnsson____jpg_550x400_q95

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 1 viku

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið