fbpx
Þriðjudagur 22.júlí 2025
Eyjan

Olíufélög hætta við stór leitarverkefni

Egill Helgason
Mánudaginn 3. nóvember 2014 00:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orkumarkaðurinn í heiminum hefur breyst allverulega undanfarin ár, eins og áður hefur verið nefnt hér á síðunni.

Eins og lesa má í þessari grein sem birtist í The Economist fyrir fáum vikum hefur olíuverð hrapað – en kostnaðurinn við að leita að olíu hefur síður en svo lækkað.

Ein ástæðan er minni vöxtur í heiminum, en einnig mikið framboð af olíu.

Á sama tíma hefur verið í gangi olíuleit víða í heiminum, sífellt meira fjármagni hefur verið varið í hana – ein afleiðingin er sú að eftirspurn eftir leitarbúnaði hefur aukist og kostnaðurinn líka.

Nú er svo komið, samkvæmt Economist, að olíuiðnaðurinn er að hætta við alls kyns verkefni sem hafa verið á döfinni, sum býsna stór. Þar eru sérstaklega nefnd verkefni á norðurslóðum, en einnig í Alaska og Mexíkóflóa. Olíuverðið stendur einfaldlega ekki undir þessu.

Þannig er stórt verkefni hins norska Statoil í Barentshafi í uppnámi og er búist við að félagið muni segja upp 1500 starfsmönnum á þessu ári. Norðmenn búa sig undir minnkandi tekjur af olíu – og lágt olíuverð er farið að hafa mjög alvarleg áhrif á efnahag Rússlands.

Olíufélögin eru semsagt að spara – reyndar leita þau líka meira í jarðgas (og olíu sem því fylgir), en Economist segir að ef verðið haldi áfram að lækka geti jafnvel reynst of dýrt fyrir félögin að fjárfesta í stórum verkefnum á því sviði.

Svo er náttúrlega spurning hvort þetta sé ekki jafn gott, ef marka má nýja skýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna. Hún er frekar svört og þykir sýna að áhrif loftslagsbreytinga séu meiri en áður hefur verið talið. Þar má sérstaklega nefna áhrif á höfin sem hlýna og súrna.

greenland-oil-drilling-moratorium-2-537x331

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigmar Guðmundsson: Fundarslit Hildar Sverrisdóttur settu aukna hörku í þinglokin

Sigmar Guðmundsson: Fundarslit Hildar Sverrisdóttur settu aukna hörku í þinglokin
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við
Eyjan
Fyrir 1 viku

710 klukkustundir og 10 mínútur af þingfundum á árinu en bara 35 frumvörp af 131 samþykkt

710 klukkustundir og 10 mínútur af þingfundum á árinu en bara 35 frumvörp af 131 samþykkt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingfundur hefst kl. 10 – Þrjú mál á dagskrá fyrir sumarfrí

Þingfundur hefst kl. 10 – Þrjú mál á dagskrá fyrir sumarfrí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Til varnar Íslandssögu Jónasar frá Hriflu

Björn Jón skrifar: Til varnar Íslandssögu Jónasar frá Hriflu