fbpx
Sunnudagur 13.júlí 2025
Eyjan

Hið ótrúlega grófa og refsilausa brot Tonis Schumacher – Frakkland-Þýskaland 1982

Egill Helgason
Föstudaginn 4. júlí 2014 08:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimsmeistaramótið býður upp á tvo stórleiki í dag.  Spennan er mikil kringum leik Frakklands og Þýskalands. Þarna mætast tvö af bestu liðum Evrópu – bæði hafa leikið ágætlega í keppninni og gætu hugsanlega farið alla leið, orðið heimsmeistarar.

Heimsmeistaramót snýst mikið um sögu, upprifjun á leikjum sem áður hafa farið fram. Það verður kannski ekki sagt að Frakkar eigi harma að hefna gegn Þjóðverjum á knattspyrnuvellinum – það væri ofmælt – en í hugann kemur leikurinn frægi á heimsmeistaramótinu 1982. Þetta var í Sevilla á Spáni.

Þetta var í fjögurra liða úrslitum – liðið sem vann fór í úrslitaleikinn.

Frakkar voru með frábært lið, ótrúlega léttleikandi. Þar var fremstur í flokki Michel Platini, en þarna var líka Alain Giresse, Marius Trésor og Jean Tigana.

Í þýska liðinu vorum menn eins og Paul Breitner, Karl-Heinz Rummenigge, Pierre Littbarski, Uli Stielike og Horst Hrubesch.

Eftir venjulegan leiktíma var staðan 1-1. Frakkar komust svo í 3-1 í framlengingunni og þá héldu menn að úrslitin væru ráðin.

En Þjóðverjarnir gáfust ekki upp og náðu að skora tvívegis. 3-3.

Þá varð eitt alræmdasta atvik heimsmeistarakeppninnar. Franski sóknarmaðurinn Patrick Battiston komst einn í gegn. Hann hafði afar góða möguleika á að skora. Þýski markmaðurinn, Harald Schumacher, kallaður Toni, stökk á Battiston í teignum með þeim afleiðingum að hann missti boltann.

Battiston lá eftir meðvitundarlaus, tvær tennur losnuðu úr gómi hans, hann var með þrjú brákuð rif og skaddaðist á hryggjarlið.

Ekkert var dæmt. Schumacher sýndi heldur enga iðrun, hann stóð bara álengdar meðan Battiston var borinn af velli. Auðvitað hefði átt að reka hann út af.

Leiknum lauk svo með sigri Þýskalands í vítaspyrnukeppni, 5-4.

Schumachers verður ævinlega minnst fyrir þetta atvik, en Platini sagði síðar að þetta hefði verið einn besti leikur sem hann hefði tekið þátt í.

Málið vakti svo mikla athygli að vinirnir Helmut Kohl og Francois Mitterrand, leiðtogar Frakklands og Þýskalands, ræddu það á blaðamannafundi – til að lægja öldurnar.

Í úrslitaleiknum tapaði svo Þýskaland fyrir Ítalíu sem hafði í sínum röðum þann furðulega leikmann Paolo Rossi. Hann kom eiginlega aldrei við boltann, nema til að skora mörk.

Það er svo smá persónulegur eftirmáli við þetta.

Ári síðar var ég að ferðast með vinum mínum um Evrópu. Við ókum í bifreið sem faðir eins þeirra átti, en gistum oftast á tjaldstæðum. Við fórum á völlinn í Köln í Þýskalandi – það var á sama tíma og Atli Eðvaldsson varð nædymarkahæstur í þýsku deildinni, skoraði meðal annars 5 mörk í einum leik.

Þarna lék lið Kölnar, með Schumacher í markinu. Á eftir fórum við á krá sem kallaðist Zum Geiszbock. Þar komu stuðningsmenn Kölnar eftir leiki og þar gnæfði Toni upp úr mannfjöldanum. Við rétt náðum að kasta á hann kveðju, en ekki spurði ég , stuðningsmaður Frakklands, hann um atvikið fræga.

sport-goal0_2962377b

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Elías Már til Kína
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Nína Richter skrifar: Júlí á Þingeyri

Nína Richter skrifar: Júlí á Þingeyri
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Haukur ómyrkur í máli – „Við erum stödd í miðri valdaránstilraun“

Haukur ómyrkur í máli – „Við erum stödd í miðri valdaránstilraun“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Stjórnlaus græðgi sumra þingmanna – fara í frí á fullum launum meðan þing situr

Orðið á götunni: Stjórnlaus græðgi sumra þingmanna – fara í frí á fullum launum meðan þing situr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Krónan undir smásjánni … aftur!

Thomas Möller skrifar: Krónan undir smásjánni … aftur!
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Skattagleði ríkisstjórnarinnar – „Þau bara hækka gjaldið á almenning í landinu“

Skattagleði ríkisstjórnarinnar – „Þau bara hækka gjaldið á almenning í landinu“