fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Með kveðju frá Kína – spillingarrisinn Cosco

Egill Helgason
Þriðjudaginn 28. janúar 2014 12:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér er merkileg bloggsíða sem vert er að fylgjast með. Hún nefnist Með kveðju frá Kína og er haldið úti af tveimur íslenskum konum sem eru búsettar í Shanghai, Elsu Ævarsdóttur og Sigríði Sigurðardóttur.

Þarna má lesa skýringar á ýmsu sem er að gerast í Kína, skrifaðar af þekkingu og innsæi.

Til dæmis er í nýlegri grein fjallað um skipafélagið Cosco sem nú er komið í hnappheldu með Eimskip.

Þarna má lesa að Cosco er þjakað af spillingu og margt er á huldu um fjárhag þessa skiparisa. Greinin endar með svofelldum orðum:

Cosco er stórveldi þar sem sumir hlutar fyrirtækisins eru skráðir á markað en samsteypan er þrátt fyrir það í eigu kínverska ríkisins. Eins og áður sagði eru fréttir af atburðum innan opinberra fyrirtækja og stofnana í Kína mjög óljósar og erfitt að átta sig á raunverulegri framvindu mála. Gott dæmi um slíkan rugling er að samkvæmt frásögnum, sem bæði má finna í kínverskum fjölmiðlum og á erlendum fréttaveitum á borð við Reuters, er Kapteinn Wei Jiafu ekki lengur við störf. Á heimasíðu Cosco birtist hinsvegar enn ávarp hans sem æðsti stjórnandi fyrirtækisins, dagsett 29. mars 2012.

Ekki er víst að allir myndu leggja blessun sína yfir samband við fyrirtæki þar sem svo mikið hefur gengið á síðustu mánuði. En hjá Eimskip er augljóslega litið á Cosco sem verðugan samferðamann á ferðalagi þessa fyrrverandi óskabarns íslensku þjóðarinnar inn í framtíðina.

Cosco_Vancouver

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu