fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Eyjan

Sama fólkið hjá Samfylkingu – verður enginn flokkur afgerandi stærstur í borginni?

Egill Helgason
Sunnudaginn 19. janúar 2014 13:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samfylkingin er að fara í prófkjör um uppröðun á lista í borgarstjórnarkosningunum í vor. Fimmtán frambjóðendur vilja fá sæti á listanum.

Samfylkingunni er ekkert sérlega vel við endurnýjun, líkt og sást í síðustu þingkosningum. Borgarfulltrúar sem voru fyrst kosnir í borgarstjórnina 2002 vilja fá fyrstu tvo sætin – og þau virðast ætla að vera sjálfkjörin í þau, Dagur B. Eggertsson og Björk Vilhelmsdóttir.

Slagurinn stendur svo um þriðja sætið. Þar er að takast á fólk eins og varaborgarfulltrúarnir Hjálmar Sveinsson og Kristín Soffía Jónsdóttir og fyrrverandi þingmaðurinn Skúli Helgason.

Og reyndar eru sjö aðrir frambjóðendur sem vilja komast í þriðja sætið, eða hið þriðja og fjórða.

Samfylkingin fékk mjög lélega kosningu í síðustu borgarstjórnarkosningum, aðeins þrjá borgarfulltrúa. Það varð henni til bjargar eftir kosningarnar að hún komst í samstarf við Besta flokkinn. Möguleikar flokksins á að vera áfram við stjórnvölinn í Reykjavík hjóta að teljast nokkuð góðir. Hún getur sjálfsagt bætt einhverju fylgi við sig.

Hins vegar er spurning með Besta flokkinn sem nú hefur umbreyst yfir í Bjarta framtíð. Þar nýtur Jóns Gnarr ekki lengur við og næsta öruggt að eitthvað af fylginu leitar burt.  Framboð Pírata í borginni gæti sett strik í reikninginn, ef vel tekst til með framboðslistann. Píratar hafa verið að standa sig vel í þinginu – það gæti vel farið svo að þeir tækju meira en tíu prósent af atkvæðum í borginni.

Þannig gæti útkoma kosninganna orðið sú að enginn flokkur verði afgerandi stærstur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Frumskylda ríkisins að tryggja öryggi fólks – alþjóðlegt samstarf lykillinn að árangri

Þorbjörg Sigríður: Frumskylda ríkisins að tryggja öryggi fólks – alþjóðlegt samstarf lykillinn að árangri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segist ekki trúa því að stjórnarandstaðan ætli með málþófi að hindra gríðarlega réttarbót fyrir fatlað fólk á Íslandi

Segist ekki trúa því að stjórnarandstaðan ætli með málþófi að hindra gríðarlega réttarbót fyrir fatlað fólk á Íslandi