fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Eyjan

Ennþá ofan í skúffu veðlánarans, undir skuldaoki og með gervigjaldmiðil

Egill Helgason
Miðvikudaginn 7. ágúst 2013 21:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessi færsla gengur manna á meðal á Facebook, hún er eftir Huga Ólafsson. Þarna eru dregnir saman nokkrir þræðir í skýra heildarmynd:

„Hrunið á bráðum 5 ára afmæli, en uppgjöri er ekki lokið og nýjar upplýsingar og greiningar koma enn fram. Þessi samanburður er með því hnýsilegra sem sést hefur. AGS segir að í engu landi hafi kostnaður við endurreisn banka verið meiri en á Íslandi eða opinberar skuldir aukist meir. Samt voru afskrifaðar kröfur á föllnu bankanna sem nam nokkrum þjóðarframleiðslum. Þessar tvær staðreyndir sýna eitt: Hvergi voru gefin út meiri og ábyrgðarlausari og eftirlitslausari loforð en af íslensku bönkunum. Bólan og hrunið hér var einsdæmi hvað hlutfallslega stærð varðar. Bókhaldstölur í bönkunum voru í alls engu sambandi við raunveruleg verðmæti og allt bendir til kerfisbundinna bókhaldsbrellna, sem hlutfallslega voru miklu ævintýralegri en t.d. undirmálslánasvikamyllan í BNA. Einhverjir myndu vilja nota sterkari orð en „brellur“, en fá lögbrot hafa sannast, sem segir okkur að lögin og kerfið hafi verið alveg vanbúin að takast á við þátttöku Íslands í hákarlasjó alþjóðlegra fjármálaviðskipta. Við vorum tekin í nefið af tuttugu-og-eitthvað bókhaldssnillingum, sem fengu að nota okkur sem veð. Við erum enn ofan í skúffu hjá veðlánaranum, undir skuldaoki og með gervigjaldmiðil. Vonandi verður 5 ára afmælið nýtt til að varpa ljósi á það sem gerðist í raun og til að draga lærdóma af því. Margt bendir í rétta átt, en ekki þó launaskrið í bönkum og endurreisn á hvatakerfum þar. Við þurfum banka sem þjónustustofnanir, ekki sem sníkjudýr á raunefnahagslífinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríkin lyfta löngutöng

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríkin lyfta löngutöng
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Var með doða í öðru heilahvelinu eftir námið

Séra Örn Bárður Jónsson: Var með doða í öðru heilahvelinu eftir námið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Skrímsladeildin stýrir nú Sjálfstæðisflokknum með hjálp önugra gamlingja

Orðið á götunni: Skrímsladeildin stýrir nú Sjálfstæðisflokknum með hjálp önugra gamlingja
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB