fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Eyjan

Erfitt verkefni – á tíma þegar eru uppi kröfur um kjarabætur

Egill Helgason
Föstudaginn 19. júlí 2013 09:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta er ekki auðvelt.

Niðurskurðarhópurinn segist ætla að koma með róttækar tillögur – og niðurskurðurinn verði verkefni sem eigi að standa allt kjörtímabilið.

En þetta er ekki tónninn sem var sleginn fyrir kosningar.

Launþegar bíða nefnilega eftir kjarabótum, ekki bara skuldaniðurfellingum og skattalækkunum.

Laun á Íslandi hafa dregist mjög aftur úr nágrannalöndunum. Það hefur fremur verið talað á þeim nótum að nú ætti fólk að fara að fá meira fyrir sinn snúð – eftir langt kreppuskeið.

Framhaldsskólakennarar vilja fá launahækkanir – og láir þeim enginn.

Laun í heilbrigðiskerfinu eru svo léleg að þaðan er fólksflótti – að nokkru leyti til útlanda.

Það er heldur ekki eins og ekki sé búið að skera niður. Hækkanir til ríkisforstjóra snúast aðallega um að bæta launalækkanir frá því eftir hrun. Samt valda þær reiði. Varla verður heldur mikill friður þegar farið verður að minnka lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna. Er ekki líklegt að þeir vilji fá þau réttindi bætt með launahækkunum – en launum þeirra hefur að nokkru leyti verið haldið niðri einmitt með tilvísan í réttindin?

Það verður fróðlegt að sjá hvernig ríkisstjórnin ætlar að tækla fjárlögin í haust. Einhvern veginn virðist vonlaust að íslenskt efnahagslíf nái nokkurri heilsu fyrr en gjaldeyrishöftin eru afnumin.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi