fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Eyjan

Afnám verðtryggingarinnar, greiðsludreifingin – og minnkandi húsnæði

Egill Helgason
Mánudaginn 18. febrúar 2013 09:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Álit framkvæmdastjórnar ESB á framkvæmd íslensku verðtryggingarinnar sætir miklum tíðindum.

Það byggir á því að fólk eigi að geta gert sér grein fyrir skuldbindingum sínum – hvaða fjárhæðir það tekur að láni og hver greiðslubyrðin verður.

Íslenska lagið hefur verið að fólk tekur lán og hugsar fyrst og fremst um hinar mánaðarlegu afborganir – hverjar þær verða næstu árin eftir að lán er tekið.

Við höfum kerfi verðtryggingar og greiðsludreifingar – það þýðir að skuldir hlaðast upp í framtíðinni. Verðbæturnar koma ekki fram fyrr en seint og um síðir – í stað þess að þær komi strax á lánið með tilheyrandi höggi. Ein afleiðing þessa er sú að vextir bíta mjög illa á Íslandi, það slævir alla efnahagsstjórn.

En það er svo einn galskapurinn í þessu landi að ofan á verðbæturnar er smurt mjög háum vöxtum – jafnvel allt upp í tíu prósent. Það er er hægt í skjóli fákeppninnar sem ríkir hér á bankamarkaði – því miður eru engar líkur á að það breytist.

Ef verðtryggingin ef afnumin – og þar með greiðsludreifingin –  er líklegt að ein afleiðingin verði sú að fólk geti ekki keypt sér jafn dýrt húsnæði og áður. Óverðtryggð lán á Íslandi krónunnar verða með háum vöxtum – og þeir verða breytilegir og með endurskoðunarákvæðum sem tryggja hag bankanna. Eólk myndi ekki geta fleytt lánabyrðinni á undan sér inn í framtíðina. Þetta ætti að þýða stóraukna eftirspurn eftir litlum og frekar ódýrum íbúðum.

En svo er reyndar ein hlið á þessu – hvort menn myndu enda uppi með kerfi óverðtryggðra lána og greiðsludreifingar. Það myndi í raun þýða mjög svipað fyrirkomulag og undir hinni alræmdu verðtryggingu – að kostnaði væri ýtt inn í framtíðina með tilheyrandi vaxtakostnaði. Svonefnt vaxtaþak virðist virka svona, eða eins og segir í pistli eftir Má Wolfgang Mixa hagfræðing:

„Þetta leiðir þó hugann að því hvort að ekki sé einfaldlega komin önnur og jafnvel verri útgáfa af verðtryggðum lánum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann