fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Eyjan

Feneyjanefndin um forsetaembættið

Egill Helgason
Miðvikudaginn 13. febrúar 2013 10:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Álit Feneyjanefndarinnar virðist fremur rugla umræðuna um stjórnarskrána en hitt.

Einna mikilvægustu athugasemdir nefndarinnar lúta nefnilega að því sem er í bæði núgildandi stjórnarskrá og tillögum Stjórnlagaráðs.

Nefnilega um forseta Íslands.

Nefndinni finnst embættið vera ruglingslegt – og það er spurt hvort ekki væri eðlilegra að þingið kysi forsetann, í ljósi þess hvað hann hefur lítil völd fremur en að þvæla þjóðinni í slíka kosningu.

Og einnig kemur fram það álit að málskotsrétturinn standist ekki skoðun og það fyrirkomulag að forsetinn vísi málum í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Er spurt hvort ekki væri eðlilegra að lög sem forsetinn vill ekki samþykkja fari aftur til þingsins eða til sérstaks stjórnlagadómstóls.

En þetta eru hugmyndir sem virðast hvorki eiga upp á pallborðið hjá andstæðingum nýrrar stjórnarskrár eða fylgismönnum hennar – að minnsta kosti myndu fáir þora að láta í ljós þá skoðun á tíma þegar vinsældir Ólafs Ragnars Grímssonar hafa aldrei verið meiri.

En kannski er það einmitt einn gallinn við forsetaembættið, hversu það er losaralegt í forminu og bundið við smekk þeirrar persónu sem gegnir því hverju sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sverð og skildir íslenskra hagsmuna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sverð og skildir íslenskra hagsmuna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“