fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Eyjan

Að takmarka vald fjármálaaflanna – og láta þau hlíta lögum

Egill Helgason
Miðvikudaginn 16. janúar 2013 14:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stundum er hollt að horfa á hlutina í víðara samhengi.

Við búum í heimi þar sem fjármálaöfl hafa sífellt meiri völd – sumpart hafa þau tekið völdin af ríkisstjórnum. Og það hafa verið þróaðir ýmsir flóknir fjármálagjörningar, sem stundum eru á mörkum hins löglega. Geysilegt fé er í skattaparadísum. Ein eins og oft er eru stjórnvöld skrefi á eftir. Við hér á Íslandi hefðum líklega verið mun betur stödd ef réttarkerfið hér hefði kunnað að taka á efnahagsbrotum fyrir hrun, en ekki þurft að læra það með erfiðismunum eftir hrunið.

Alþjóðleg mál sem hafa verið að koma upp sýna svipaða þróun, eins og til dæmis libor-vaxta hneykslið í Bretlandi og hneykslismál sem mjög er fjallað um í Þýskalandi og tengjast Deutsche Bank. En fjármálaöflin og útsendarar þeirra munu vitaskuld alltaf reyna að grafa undan tilraunum til að láta þau fara að lögum – þetta er eilíf barátta.

Eva Joly átti árið 2003 þátt í að semja svokallaða Parísaryfirlýsingu fjórtán rannsóknardómara frá mörgum Evrópulöndum. Meðal þeirra sem undirrituðu yfirlýsinguna voru spænski rannsóknardómarinn Baltazar Garzón,, Antonio di Pietro, fyrrum dómari frá Ítalíu, og svissneski dómarinn Bernard Bertossa.

Parísaryfirlýsingin felur í sér  þrjár einfaldar grundvallarreglur:

1) Gagnsæi er eðlileg fylgiregla frelsis; gagnsæi án frelsis brýtur í bága við mannréttindi. Ef ógagnsæi fylgir frelsinu greiðir það leið til lögbrota.

2) Hnattvæðing laganna er lífsnauðsynleg hnattvæðingu viðskiptanna. Lönd sem hylma yfir  lögbrot og fjársvik ættu ekki að hafa óskertan rétt til bankastarfsemi.

3) Lögbrot valdamanna skaða mikilvæga þjóðarhagsmuni. Hert viðurlög, heimild til eignaupptöku og aðhald  með bankastarfsemi eru varnir sem grípa verður til gegn slíkri samfélagsógn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Könnun – Ísland og Evrópusambandið

Könnun – Ísland og Evrópusambandið
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“