fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Eyjan

Hjálpar ekki Sjálfstæðisflokknum – eða er verið að knýja á um formannsskipti?

Egill Helgason
Miðvikudaginn 10. apríl 2013 21:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það fer ekki framhjá neinum sem les Viðskiptablaðið að það er fremur hallt undir Sjálfstæðisflokkinn.

Ritstjórar blaðsins eru yfirleitt sjálfstæðismenn, sem og eigendur þess.

Viðskiptablaðið birtir á morgun könnun þar sem er spurt hvort fólk vildi fremur kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef Hanna Birna væri formaður en Bjarni Benediktsson.

Það kemur svosem ekki mikið á óvart að svarið er játandi hjá mörgum – talsvert stór hópur segist fremur vilja flokkinn með Hönnu Birnu í brúnni.

En nú eru ekki nema sextán dagar til kosninga. Það er væntanlega of seint að skipta um formann – eða hvað?

Er verið að þrýsta á formannsskipti á síðustu stund með þessari könnun, eða er þetta bara til upplýsingar fyrir lesendur blaðsins?

Það er svosem líklegri skýring, en víst er að þetta hjálpar ekki Sjálfstæðisflokknum í kosningabaráttunni.

9ba8fc5a15-945x823_o

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Arfleifð Egils í Borgarnesi

Óttar Guðmundsson skrifar: Arfleifð Egils í Borgarnesi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin