
Maður finnur að áhuginn á forsetakosningunum er áberandi minni nú en var í síðasta mánuði. Það er eins og spennan fyrir kosningunum hafi gufað upp.
Kannski spilar það inn í að flest bendir til þess að Ólafur Ragnar Grímsson hafi þetta í hendi sér – og kosningabaráttan er æ meira farin að snúast um að það verði að koma honum frá með öllum ráðum, fremur en um málflutning og stefnu hinna frambjóðendanna.