fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Eyjan

Hann getur varla hætt við

Egill Helgason
Fimmtudaginn 3. maí 2012 13:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður heyrir utan að sér vangaveltur um að Ólafur Ragnar Grímsson muni hætta við forsetaframboð sitt ef skoðanakannanir verða honum óhagstæðar. Það yrði þá á þeim forsendum að hann hafi ekki komið auga á neina aðra frambjóðendur þegar hann ákvað framboð sitt, en nú hafi það aldeilis breyst.

Því verður eiginlega ekki trúað.

Ólafur Ragnar er pólitískur bardagamaður og getur ekki verið þekkur fyrir annað en að gefast ekki upp fyrr en í fulla hnefana.

Eða hvort kæmi verr út fyrir hann,  að hætta við framboð – eftir hinn langa aðdraganda – eða tapa í kosningum?

Reyndar mætti halda því fram að það væri skylda Ólafs að  þrauka – hin langa atburðarás í kringum framboð hans gæti beinlínis hafa orðið þess valdandi að frambjóðendur sem hugsuðu sér til hreyfings hafi hætt við.

Svo má reyndar benda á að Ólafur gæti átt sér framhaldslíf í pólitíkinni. Traustið til hans mælist miklu meira en til annarra stjórnmálamanna. Þannig séð ætti honum að vera í lófa lagið að koma aftur inn í þjóðmálin – og gæti jafnvel stefnt til æðstu metorða.

Þá kannski sem forsætisráðherra?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Átti ekkert að verða bók – svo komu orðin og minningarnar

Karl Ágúst Úlfsson: Átti ekkert að verða bók – svo komu orðin og minningarnar