
Það hefur kostað nokkrar tilfæringar að koma Huang Nubo inn í landið. Nú virðist leiðin vera sú að sveitarfélög kaupa Grímsstaði og leigja Nubo jörðina.
Þetta er umdeilt má á vettvangi landsmálapólitíkurinnar, en það er vandséð að ríkisstjórnin eða einhver stjórnmálaöfl geti komið í veg fyrir þetta.
Það hefur reyndar lengi skort útlistanir á því hvað nákvæmlega Kínverjinn ætti að gera við landið, það væri gaman að sjá einhvers konar teikningar.
En á meðan geta menn haldið áfram að fantasera um hrísgrjónarækt nyrðra, skipalægi á Fjöllum, leyniher sem þarna yrði komið fyrir neðanjarðar eða möguleikana á að þarna verði stofnuð nýlenda með umframfólksfjölda Kína.