
Árni Páll Árnason sagði á Beinni línu hjá DV að Samfylkingin væri komin of langt til vinstri og drægi of mikið dám af samstarfsflokki sínum.
Það er nú samt svo að Samfylkingin fær að halda til streitu umsókn um aðild að Evrópusambandinu sem virðist næsta vonlaus og er nánast að ganga af samstarfsflokknum dauðum.
Þannig að ef mældar eru fórnirnar sem flokkarnir hafa fært í þessari ríkisstjórn, þá er varla hægt að komast að annarri niðurstöðu en VG hafi vinninginn og gott betur.
Það er hins vegar ekki von á öðru en einhverjir í Samfylkingunni fari að líta til hægri, nú þegar allar líkur virðast á að Sjálfstæðisflokkurinn verði leiðandi í ríkisstjórn eftir kosningar.