fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Mikil áróðursherferð

Egill Helgason
Laugardaginn 12. maí 2012 11:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Baráttan um fiskveiðistjórnunarkerfið er farin að taka á sig merkilegar myndir. Það er ljóst að í gangi er mikil áróðursherferð gegn breytingum og miklu til kostað í fjölmiðlaauglýsingum. Málin eru gjarnan sett í farveg sem hefur dugað vel – borg gegn landsbyggð. Og svo er líka talað eins og verið sé að ræna sjómenn lífsviðurværinu.

Það er svo spurning hvernig þetta er að virka – jú, líklega er herferðin að hafa talsvert mikil áhrif á almenningsálitið. Það er þó til í dæminu í svona herferð að menn gangi of langt – að þeir gangi of langt í að útmála sig sem fórnarlömb. Enginn þarf að velkjast í vafa að á síðustu árum hefur orðið mikil tilfærsla fjármuna til útgerðarinnar.

Eitt er þó sem kemur lítt fram í allri þessari umræðu, nefnilega að þeir sem vilja miklar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu eru hundóánægðir líka og finnst frumvarp Steingríms J. vera bastarður. Þessar raddir heyrast varla í öllum glymjandanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást