
Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum hyggst Jóhannes Jónsson kaupmaður, sem áður var kenndur við Bónus, opna verslanir undir merkinu Iceland.
Viðskiptablaðið spyr í gær hvaðan peningarnir sem til þarf séu komnir, í blaðinu segir:
„Fjármagnað með eigin fé
Í mars sl. seldi Jóhannes 50% hlut sinn í færeysku verslunarkeðjunni SMS. Jóhannes átti hlutinn í gegnum félag sitt Apogee, sem aftur er í eigu Moon Capital sem skráð er í Lúxemborg. Líkt og áður vill Jóhannes ekki gefa upp hversu mikið hann fékk fyrir hlutinn í SMS. Fyrir um mánuði spurði Viðskiptablaðið Jóhannes út í andvirði sölunnar og svarið þá var stutt og laggott: „Þetta er mitt prívatmál.“
Samkvæmt upplýsingum frá Fjölmiðlanefnd er áðurnefnt félag, Moon Capital, skráð fyrir 43,5 prósenta hlut í íslenska fjölmiðlafyrirtækinu 365 sem á Stöð 2 og Fréttablaðið. Moon Capital er langstærsti hluthafinn í 355.
Það er því varla von á öðru en að menn spyrji – er 365 að fara að blanda sér í rekstur smásöluverslana í Íslandi?