fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Eyjan

365 í smásölurekstur?

Egill Helgason
Föstudaginn 11. maí 2012 14:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum hyggst Jóhannes Jónsson kaupmaður, sem áður var kenndur við Bónus, opna verslanir undir merkinu Iceland.

Viðskiptablaðið spyr í gær hvaðan peningarnir sem til þarf séu komnir, í blaðinu segir:

„Fjármagnað með eigin fé

Í mars sl. seldi Jóhannes 50% hlut sinn í færeysku verslunarkeðjunni SMS. Jóhannes átti hlutinn í gegnum félag sitt Apogee, sem aftur er í eigu Moon Capital sem skráð er í Lúxemborg. Líkt og áður vill Jóhannes ekki gefa upp hversu mikið hann fékk fyrir hlutinn í SMS. Fyrir um mánuði spurði Viðskiptablaðið Jóhannes út í andvirði sölunnar og svarið þá var stutt og laggott: „Þetta er mitt prívatmál.“

Samkvæmt upplýsingum frá Fjölmiðlanefnd er áðurnefnt félag, Moon Capital, skráð fyrir 43,5 prósenta hlut í íslenska fjölmiðlafyrirtækinu 365 sem á Stöð 2 og Fréttablaðið. Moon Capital er langstærsti hluthafinn í 355.

Það er því varla von á öðru en að menn spyrji – er 365 að fara að blanda sér í rekstur smásöluverslana í Íslandi?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Sögulegur léttir

Óttar Guðmundsson skrifar: Sögulegur léttir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Þrálát sóun á almannafé

Sigmundur Ernir skrifar: Þrálát sóun á almannafé