
Maður hefur velt því fyrir sér hvort Vinstri grænir tolli saman sem stjórnmálaflokkur nógu lengi til að bjóða fram saman í næstu kosningum.
Eða hvort Ögmundur Jónasson, Jón Bjarnason og Guðfríður Lilja axli sín skinn.
Sem fyrr er það ESB-umsóknin sem mest þvælist fyrir flokksmönnum.
Nú stígur Guðfríður Lilja Grétarsdóttir fram og vill að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB samninginn eins fljótt og hægt er.
Ögmundur hefur áður talað á svipuðum nótum. Og afstaða Jóns er náttúrlega kunn.
Þetta er flækja fyrir flokk sem lét tilleiðast að fara í aðildarviðræður fyrir þremur árum. En það er spurning hvort krafan um að fá einhverjar niðurstöður í viðræðurnar sem hægt er að spyrja þjóðina um sé ekki þrautalendingin fyrir VG?
Eins og stungið hefur verið upp á mætti jafnvel spyrja um þetta á sama tíma og greidd eru atkvæði um tillögur Stjórnlagaráðs.