
Styrmir Gunnarsson spyr athyglisverðrar spurningar í grein sem hann ritar í dag:
Styrmir vísar til hægri hreyfinga sem eru í vexti víða um Evrópu og koma upp við hlið hefðbundinna hægri flokka – taka fylgi frá þeim og reyndar víðar frá. Styrmir veltir því fyrir sér hvers vegna þær berist ekki til Íslands.
„Stendur Sjálfstæðisflokkurinn sig svona vel í því að verja hægri kant sinn?“
Innan Sjálfstæðisflokksins er fólk sem gæti átt samleið með slíkum hreyfingum – en það sýnir flokki sínum hollustu. Það er náttúrlega sérstakt einkenni á Sjálfstæðisflokknum hvað hann heldur vel saman.
Flokkurinn hefur samt aldrei sýnt minnstu tilburði í átt þess að vera á móti innflytjendum, þvert á móti. Forysta flokksins hefur hafnað öllu slíku. Nokkuð hörð stefna í málefnum hælisleitenda var reyndar mörkuð á stjórnartíð hans – en aðrir flokkar hafa í raun fylgt henni.
En þetta er sannarlega umhugsunarvert – á tíma þegar mikil gerjun er utarlega til hægri í stjórnmálum í Evrópu.