
Maður sem ég þekki fór til Kanada um daginn.
Eitt af því sem var mikið rætt var bráðnun heimskautaíssins og opnun norðurslóða, nýting og vernd.
„En við erum svo fá!“ kvörtuðu Kanadamennirnir sáran.
Íbúar Kanada eru 34 milljónir, en landið er mjög stjálbýlt, einungis 3,4 íbúar á ferkílómeter.
Ísland er þó enn strjálbýlla, með 3,1 íbúa á ferkílómeter.