
Óskar Magnússon lögfræðingur er framkvæmdastjóri Morgunblaðsis.
Hann er líka forsvarsmaður Kerfélagsins – sem meinaði Wan Jiabao, forsætisráðherra Kína, að skoða þessa náttúruperlu.
Í umfjöllun Fréttablaðsins segir að Óskar hafi nefnt tvær ástæður fyrir þessari ákvörðun:
„Önnur sé sú að þeir séu ekki hrifnir af stefnu kínverskra og íslenskra stjórnvalda og hin sé að stórar hópaferðir hafi ekki verið leyfðar í mörg ár þar sem náttúran sé viðkvæm.“
Var Óskar þá að mótmæla bæði gegn kínversku ríkisstjórnini – og hinni íslensku?