fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
Eyjan

Háð

Egill Helgason
Mánudaginn 2. apríl 2012 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manni verður stundum hugsað til blaðamanna á Morgunblaðinu sem eitt sinn unnu í háborg íslenskrar fjölmiðlunar – á tíma Matthíasar og Styrmis.

En vinna nú á blaði sem er svo gjörsamlega gegnsýrt af skoðunum eins manns – að það telst eiginlega vera prívatfjölmiðill hans. Blaðið gengur eiginlega ekki út á neitt annað en að verja persónulega arfleifð hans – og hagsmuni vina hans. Svona blað hefur eiginlega ekki verið gefið út á Ísland frá því á tíma flokksblaðanna, nei, hugsanlega verður að leita lengra aftur – allt til heimastjórnartímans.

Margir blaðamennirnir frá fyrri tíð eru farnir en aðrir þrauka.

Þó er eins og maður hafi séð örla á smá uppreisn 1. apríl þegar mbl.is bauð upp á aprílgabb þar sem var efnt til könnunar um andlit á nýjan 10 þúsund kall og svarið var Davíð Oddsson hvað sem maður valdi.

Kannski er það misskilningur – en þetta virkar eins og háð.

Mbl.is er reyndar miklu öflugri fjölmiðill en Morgunblaðið sjálft – og það er er merkilegt að stækasta pólitíkin úr prentmiðlinum virðist ekki færast svo mikið yfir á netmiðilinn.

Er það með ráðum gert?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarandstaðan gagnrýndi fjarveru Guðmundar Inga – Var svo upplýst um að ráðherra liggur á sjúkrahúsi

Stjórnarandstaðan gagnrýndi fjarveru Guðmundar Inga – Var svo upplýst um að ráðherra liggur á sjúkrahúsi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Biðskylda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Biðskylda
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku
Reiði skólameistarinn