
Ég hef undanfarið vakið athygli á dæmum um algjört hömluleysi í þjóðfélagsumræðu á Íslandi. Með því er verið að gengisfella tungumálið.
Margir álíta kannski að það séu einungis bloggarar og stjórnmálamenn sem eru búnir að missa stjórnina, en svo er ekki.
Í Morgunblaðinu í dag er sagt frá aðalfundi Samtaka atvinnulífsins. Í fyrirsögn er haft eftir formanninum Vilmundi Jósefssyni, hann mun hafa sagt þetta í ræðu:
„Stjórnvöld í heilögu stríði gegn fyrirtækjum og hagsmunum almennings.“
Nú veit ég að ríkisstjórnin sem nú situr er í mörgum greinum ósammála Vilmundi – þetta er jú vinstri stjórn, amk. að nafninu til – og ég er viss um að hann lítur ekki á ráðherra stjórnarinnar sem sitt fólk.
En heilagt stríð – það er þá eins og krossferðirnar eða jihad….