
Hér er merkilegt viðtal við Nóbelsverðlaunahagfræðinginn Robert Mundell um íslensku krónuna – það er spurt hvort sé vit í því að land með íbúafjölda Staten Island haldi út sínum eigin gjaldmiðli.
Mundell er sérfræðingur í gjaldmiðilssvæðum – optimum currency areas.
Mundell telur það mjög torvelt, gjaldmiðillinn sé mjög berskjaldaður og fjármagn geti sogast inn og út með slæmum afleiðingum.
Viðtalið er í þætti sem nefnist Planet Money á National Public Radio, en þarna kemur líka við sögu Íslendingur að nafni Baldur Héðinsson.
Um viðtalið má líka fræðast í bloggi Sigurgeirs Orra hér á Eyjunni – hann tekur saman nokkra punkta úr því.