
Fyrir hrun var í gangi viss þöggun i stjórnmálaumræðu, en nú er í gangi hömluleysi, menn láta allt vaða. Það er kannski skárra, en margt sem flýtur með er í meira lagi sérkennilegt.
Fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins vill láta reka sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi úr landi.
En á sama tíma erum við í nánu ríkjabandalagi með Evrópusambandinu – tökum upp lög og reglur þaðan, notum gjaldmiðil þess í alþjóðaviðskiptum og stundum mikla verslun við það.
Erum að auki í aðildarviðræðum við sambandið. Þær kunna að vera misráðnar, sitt sýnist hverjum um það, en þær voru samþykktar á Alþingi eins og lög gera ráð fyrir.
Það er líka margt í mörgu:
Norðmenn eiga stóran þátt í þvi að Icesavemálið er nú fyrir EFTA-dómstólnum (dómstólaleiðin) – ættum við kannski að reka sendiherra þeirra úr landi?