
Það er merkilegur viðsnúningur að meirihluti kjósenda Sjálfstæðisflokks ætli nú að kjósa Ólaf Ragnar Grímsson. Til skamms tíma var hann algjör persona non grata í þessum hópi.
Kannski má telja einstætt í stjórnmálum að pólitíkus skipti um stuðningsmenn á ferli sínum?
En skoðanakönnun Fréttablaðsins bendir til þess að tveir þriðju kjósenda Sjálfstæðisflokksins vilji kjósa Ólaf.
Á móti eru 81 kjósenda Samfylkingarinnar sem hyggjast kjósa Þóru Arnórsdóttur – það er mjög afdráttarlaust. .Einu sinni sótti Ólafur Ragnar fylgi sitt þangað.
Það er nokkuð jafnt milli þeirra meðal kjósenda Framsóknarflokksins, en Þóra nýtur nokkurs meirihluta meðal kjósenda Vinstri grænna.
Það er ekki spurt um nýju framboðin og forsetakosningarnar. Ég myndi veðja á að Þóra hafi yfirburðafylgi meðal þeirra sem gætu hugsað sér að kjósa Bjarta framtíð, meirihluta meðal kjósenda Dögunar, en að Ólafur Ragnar hafi forskot meðal stuðningsmanna Lilju Mósesdóttur og Samstöðu.