fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
Eyjan

ESB, dómstólaleiðin og Icesave

Egill Helgason
Föstudaginn 13. apríl 2012 07:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einhver kynni að halda því fram að aðkoma Evrópusambandsins að Icesavemálinu nú þegar það er fyrir EFTA-dómstólnum sé til marks um að Evrópusambandið sé ekkert sérlega spennt fyrir því að fá Íslendinga þangað inn. En þeir sem slíkt segja þekkja kannski ekki hugsanaganginn í Brussel og regluveldið þar.

Svo eru að aðrir sem kynnu að halda því fram að Íslendingum hafi verið fullkunnugt um að dómsmál væru í vændum ef þeir höfnuðu Icesave-samningunum, og það hafi meira að segja verið hávær umræða hér um að lítil hætta væri fólgin í dómstólaleiðinni. Svo voru reyndar aðrir sem héldu því fram að ESB-þjóðir myndu ekki vilja fara í mál. En þetta var partur af áhættunni sem Íslendingar tóku þegar þeir höfnuðu Icesave.

Það er hins vegar lítið látið með þá staðreynd að enn eru allar líkur á að þrotabú Landsbankans muni standa undir Icesave-kröfunum – þær þarf að borga í beinhörðum gjaldeyri og verða dýrari eftir því sem krónan sígur. Íslenskir innistæðueigendur fengu hins vegar sitt í hrundum og verðliltum krónum.

Eins og menn ættu að muna snýst málið einkum um tvennt, mismun á grundvelli þjóðernis og innistæðutryggingakerfi Evrópusambandsins. Ýmsir lögfróðir menn sem hafa fjallað um málið, meðal annars Þjóðverjinn Tobias Fuchs, hafa sagt að líklegra sé að Íslendingar yrðu dæmdir vegna fyrri atriðisins.

Árni Páll Árnason, fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, setur eftirfarandi færslu inn á Facebook-síðu sína:

„Það er ömurlegt að sjá talsmann stækkunarstjórans flytja þennan margtuggna órökstudda boðskap. Enn einn ganginn er því haldið fram að Ísland eigi að bera ábyrgð á því að innstæðutryggingakerfi standist hrun heils fjármálakerfis, þótt framkvæmdastjórn ESB sjálf eigi engin svör við því hvernig bregðast eigi við slíku kerfishruni – hvorki samkvæmt gildandi regluverki né með nýrri tilskipun. Engin þörf er að stefna Íslandi til að tryggja að innstæðutryggingar virki innan Evrópu – við brugðumst við algeru fjármálahruni með svo árangursríkum hætti að Bretar einir munu græða um milljarð punda á að tryggja innstæður eigin borgara. Er ekki tími til kominn að skipta um forrit hjá framkvæmdastjórninni?“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Verst að tapa orðunum – spurði lækninn hvort hann kæmist ekki á skíði rétt eftir heilaaðgerð

Karl Ágúst Úlfsson: Verst að tapa orðunum – spurði lækninn hvort hann kæmist ekki á skíði rétt eftir heilaaðgerð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Reiði skólameistarinn

Reiði skólameistarinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Munurinn á aðildarþjóð og „lobbý-þjóð“

Þorsteinn Pálsson skrifar: Munurinn á aðildarþjóð og „lobbý-þjóð“