
Það er ljóst að skilja mun milli ríkisstjórnarflokkanna að mörgu leyti í aðdraganda kosninganna á næsta ári.
Vinstri Grænir munu af kappi reyna að fjarlægja sig aðildarumsókn að Evrópusambandinu.
Og Samfylkingin mun reyna að komast burtu frá stefnu VG í orkumálum. Í dag var á aðalfundi Landsvirkjunar rætt um möguleika á lagningu sæstrengs til Bretlands.
Þar voru framarlega samfylkingarkonuurnar Bryndís Hlöðversdóttir, stjórnarformaður Landsvirkjunar, og Oddný Harðardóttir fjármálaráðherra.
Til að leggja slíkan sæstreng þarf að virkja. Rammaáætlun takmarkar mjög möguleikana á nýjum virkjunum – og hún slær vatnsaflsvirkjanir af borðinu.
En Rammaáætlunin mun í fyrsta lagi mæta mikilli mótspyrnu í þinginu – og í öðru lagi mun hún ekki halda lengur en líftíma þessarar ríkisstjórnar.