
Eins og staðan er mun það varla hafa jákvæð áhrif á afstöðu Íslendinga til ESB ef sambandið vill fá aðild að dómsmáli sem er fyrir EFTA-dómstólnum.
Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir að viðræðum við ESB sé sjálfhætt ef ESB er komið í mál við Íslendinga vegna Icesave.
Fréttirnar af þessu eru óljósar – og það sem vantar eiginlega alveg er mótífið.
Hvers vegna vill framkvæmdastjórn ESB komast inn í þessi málaferli?