fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Eyjan

Hnignun Nokia

Egill Helgason
Miðvikudaginn 11. apríl 2012 21:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir nokkrum árum var ég á ráðstefnu í Finnlandi og var þá boðið í aðalstöðvar Nokia. Það sýnir hversu mikilvægt fyrirtækið er að maðurinn sem tók á móti okkur var Esko Aho, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, maðurinn sem sagður er bera helsta ábyrgð á því að hafa komið Finnlandi í Evrópusambandið.

Hann var þá orðinn starfsmaður Nokia.

Aho romsaði upp úr sér tölum um hversu marga síma Nokia hefði framleitt. Það voru einhverjir milljarðar. Maður var náttúrlega mjög impóneraður af þessu.

Nú er þetta mikla fyrirtæki á fallanda fæti. Skýringin á því er að sumu leyti sú að það framleiddi of marga síma – þ.e. Nokia lagði of mikla áherslu á sjálfan símbúnaðinn, tækið, sem varð sífellt ódýrara. Snautt fólk í Þriðja heiminum var með Nokia síma, meðan rísandi samkeppnisaðilar fóru að átta sig á því að það var innhaldið sem var málið – hugbúnaðurinn.

Það er óvíst hvernig Nokia reiðir af, en þetta er verður sjálfsagt klassískt dæmi um hvernig fyrirtæki nær yfirburðastöðu á markaði – getur ráðið forsætisráðherra í vinnu hjá sér – en uggir ekki að sér þegar tæknin breytist og þarfirnar með.

Nú er það Apple sem er leiðandi í þessum bisness. Fólk er hvatt til að fjárfesta í fyrirtækinu í fjölmiðlum – sem í sjálfu sér ætti að vera viðvörun um að gera það ekki. Apple er í raun orðið óþægilega stórt. En ekkert er eilíft í heimi tækniþróunarinnar og maður veltir fyrir sér hvað verður Apple að falli – þegar þar að kemur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: Átti ekkert að verða bók – svo komu orðin og minningarnar

Karl Ágúst Úlfsson: Átti ekkert að verða bók – svo komu orðin og minningarnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ábyrg stefna eða upphrópanir í útlendingamálum?

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ábyrg stefna eða upphrópanir í útlendingamálum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarandstaðan gagnrýndi fjarveru Guðmundar Inga – Var svo upplýst um að ráðherra liggur á sjúkrahúsi

Stjórnarandstaðan gagnrýndi fjarveru Guðmundar Inga – Var svo upplýst um að ráðherra liggur á sjúkrahúsi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku
Reiði skólameistarinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Munurinn á aðildarþjóð og „lobbý-þjóð“

Þorsteinn Pálsson skrifar: Munurinn á aðildarþjóð og „lobbý-þjóð“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Tölum um krónuna … í alvöru!

Thomas Möller skrifar: Tölum um krónuna … í alvöru!