fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Eyjan

Forsetakosningarnar og Samfylkingin

Egill Helgason
Þriðjudaginn 10. apríl 2012 10:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er mikið deilt um það núna hvort framboð Þóru Arnórsdóttur sé á vegum Samfylkingarinnar eða Evrópusinna. Einum þeirra sem hefur haldið þessu fram, Páli Vilhjálmssyni, er úthúðað á internetinu eins og hann sé fábjáni eða þaðan af verra. Það lýsir miklu óþoli – og er áhyggjuefni.

Framboðið er ekki á vegum Samfylkingarinnar eða stjórnarflokkanna – en það á upptök sín þar. Fólk úr Samfylkingunni hefur í langan tíma verið í dauðaleit að kandídat sem gæti fellt Ólaf Ragnar, það var mikið þrýst á Rögnu Árnadóttur að fara í framboð, hún kærði sig ekki um það á endanum.  Svo var stofnuð vefsíða þar sem voru tilnefndir kandídatar og loks var efnt til skoðanakönnunar. Niðurstaðan í þessu var að Þóra væri sterkasti kandídatinn.

Að baki þessu ferli stóð fólk sem langflest er í Samfylkingunni og stuðningsliði ríkisstjórnarinnar. Það hefur svo gerst að Þóra hefur víðari tilhöfðun en bara inn í raðir stuðningsmanna stjórnarinnar – sem hvort sem er fer mjög fækkandi. Ef hún liti bara út eins og agent stjórnarflokkanna myndi hún seint geta náð fjöldafylgi.

Það er hins vegar ljóst að Samfylkingarfólk mun telja það mikinn sigur fyrir sig að fella Ólaf Ragnar Grímsson. Það leggur fæð á hann vegna synjunarinnar í Icesavemálinu – það var í raun hún sem gerði út um möguleika stjórnarinnar til að halda trausti og vinsældum. Það sér að mál sem flokkurinn hefur beitt sér sérstaklega fyrir eru að klúðrast, sérstaklega þó ESB aðildin. Það verður viss huggun að fá forseta sem er skaplegri en Ólafur Ragnar – en það vegur varla upp á móti á vonbrigðunum sem felast í því að stjórninni, með fyrsta forsætisráðherra Samfylkingarinnar, er að mistakast að gera þær stóru breytingar á samfélaginu sem kveðið var á um í stjórnarsáttmála, og því að fylgi flokksins er hrunið.

Staðreyndin er nú samt sú að í sögu lýðveldisins hefur skipt frekar litlu máli hver er forseti – nema sá sé tilbúinn að beita valdi sínu eins og Ólafur Ragnar hefur gert. Hann er umdeildur maður, Ólafur, en þó sá forseti sem fær langmest pláss í sögubókunum. Við erum að fara inn í forsetakosningar þar sem við vitum eiginlega ekki hvað við fáum yfir okkur, viljum við forseta sem beitir málskotsréttinum oft, sjaldan eða aldrei?

Og í hvaða málum þá?

Það er stóreinkennileg staða þegar kosið er í slíkt embætti að það velti í raun á geðslagi frambjóðandans hvernig hann beitir valdi sínu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: Átti ekkert að verða bók – svo komu orðin og minningarnar

Karl Ágúst Úlfsson: Átti ekkert að verða bók – svo komu orðin og minningarnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ábyrg stefna eða upphrópanir í útlendingamálum?

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ábyrg stefna eða upphrópanir í útlendingamálum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarandstaðan gagnrýndi fjarveru Guðmundar Inga – Var svo upplýst um að ráðherra liggur á sjúkrahúsi

Stjórnarandstaðan gagnrýndi fjarveru Guðmundar Inga – Var svo upplýst um að ráðherra liggur á sjúkrahúsi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku
Reiði skólameistarinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Munurinn á aðildarþjóð og „lobbý-þjóð“

Þorsteinn Pálsson skrifar: Munurinn á aðildarþjóð og „lobbý-þjóð“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Tölum um krónuna … í alvöru!

Thomas Möller skrifar: Tölum um krónuna … í alvöru!