fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
Eyjan

Tröllaukinn Mahler í bíói

Egill Helgason
Laugardaginn 31. mars 2012 13:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónleikar Gustavos Dudamel og Gautaborgarsinfóníunnar í Hörpu síðastliðið sumar eru einhverjir þeir allrabestu sem ég hef farið á – og hef ég þó farið á klassíska tónleika víða um heim.

Tónlistarflutningur í Hörpu hefur varla risið hærra en þetta – það er í raun dálítið óþægilegt fyrir okkar ágætu Sinfóníuhljómsveit að mæla sig við það sem þarna fór fram.

Á mánudagskvöldið ætla ég að gera það sem ég hef aldrei áður gert – fara og horfa á klassíska tónlist í bíó. Ég þekki fólk sem fer og horfir á heilu óperurnar í kvikmyndahúsum – meira að segja Niflungahring Wagners eins og hann leggur sig.

Háskólabíó sýnir þetta kvöld 8. sinfóníu Gustavs Mahler undir stjórn áðurnefnds Dudamels. Mahler er stór í sniðum, en þetta verk er eiginlega fáránlega stórt – hefur verið kallað sinfónía þúsundanna.

8. sinfónían er að miklu leyti sungin af kór og hljómsveit – textinn í síðari hluta verksins er fenginn úr Faust eftir Goethe og er þar meðal annars sungið um das ewig weibliche, hinn eilífa kvenleika.

Tónleikarnir sem verða sýndir í Háskólabíói eru frá Caracas í Venesúela – en þar er starfrækt hið merkilega sistema, frægt kerfi í tónlistarmenntun. Þeir sem leika eru Símon Bólívar hljómsveitin, fílharmóníuhljómsveit Los Angeles, en dugnaðarforkurinn Dudamel er tónlistarstjóri þeirra beggja, einsöngvarar og risastór barnakór. Þegar mest lætur eru 1400 manns á sviðinu.

Það kemur svo í ljós hvernig þetta skilar sér í bíói – en verkið er á köflum guðdómlegt.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarandstaðan gagnrýndi fjarveru Guðmundar Inga – Var svo upplýst um að ráðherra liggur á sjúkrahúsi

Stjórnarandstaðan gagnrýndi fjarveru Guðmundar Inga – Var svo upplýst um að ráðherra liggur á sjúkrahúsi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Biðskylda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Biðskylda
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku
Reiði skólameistarinn