fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
Eyjan

Íslendingar, Norðmenn og Brussel

Egill Helgason
Miðvikudaginn 25. janúar 2012 09:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Noregi er umræðan um Evrópusambandið á þann veg að Norðmenn séu að taka við alltof mörgum tilskipunum í gegnum EES samninginn án þess að hafa nokkur áhrif þar á. Meðal þeirra sem þykir nóg komið er stjórnarflokkurinn SV – eða Sósíalíski vinstriflokkurinn, systurflokkur Vinstri grænna á Íslandi.

Það er sagt að tilskipanirnar séu átta þúsund á tíma EES samningsins.

Norðmenn hafa þó allmiklu meiri áhrif í Brussel en Íslendingar. Þeir hafa fjölmennt lið þar sem starfar við alls konar lobbýisma í kringum EES – þeir hafa talið það nauðsynlegt til að geta einhverju ráðið. Norðmenn hafa mjög fjölmennt sendiráð í Brussel og hérna má sjá lista yfir fjölda norskra sendiskrifstofa í Brussel. Þær eru bæði á vegum ríkis og einkaaðila.

Á Íslandi er umræðan á nokkuð öðru plani. Þar heldur Ögmundur Jónasson,  einn helsti foringi vinstri manna og ráðherra í ríkisstjórn,  því fram að Evrópusamstarf snúist um að komast í boðsferðir:

„Það er vegna þess að það er búið að fara með flugvélafarma, viku eftir viku eftir viku, mánuð eftir mánuð eftir mánuð, út til Brussel þar sem menn halda til á kostnað ríkisins.
Þetta fólk ánetjast Evrópusambandinu og vill ólmt halda áfram og fá að fara í fleiri ferðir.  Fleiri ferðir, fleiri hótelferðir, meiri dagpeninga. Það er þetta sem er að gerast. Það er þess vegna sem stofnanaveldið ánetjast Evrópusambandinu.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Verst að tapa orðunum – spurði lækninn hvort hann kæmist ekki á skíði rétt eftir heilaaðgerð

Karl Ágúst Úlfsson: Verst að tapa orðunum – spurði lækninn hvort hann kæmist ekki á skíði rétt eftir heilaaðgerð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Reiði skólameistarinn

Reiði skólameistarinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Munurinn á aðildarþjóð og „lobbý-þjóð“

Þorsteinn Pálsson skrifar: Munurinn á aðildarþjóð og „lobbý-þjóð“