fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
Eyjan

Hitamál – en stjórnin fellur varla

Egill Helgason
Miðvikudaginn 18. janúar 2012 11:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV heldur því fram að Geir Haarde muni ekki sleppa undan landsdómsmálinu í atkvæðagreiðslu í þinginu á föstudag. Það verði tæpt, en Geir muni ekki sleppa.

Staðan er reyndar dálítið skrítin, því flokkslínur hafa ekki haldið í þessu máli.

Sjálfstæðismenn greiddu á sínum tíma atkvæði gegn öllum ákærum – og það gerði líka hluti Samfylkingarinnar, til að mynda Jóhanna Sigurðardóttir og Össur Skarphéðinsson. Þau sátu jú í hrunstjórninni á sínum tíma. Í þingliði Samfylkingarinnar er ennþá Björgvin G. Sigurðsson, hann er sá eini sem situr á þingi af þeim sem stóð til að ákæra á sínum tíma.

Nú er hins vegar talið líklegt að Jóhanna greiði atkvæði með því að málinu verið fram haldið. Össur virðist ætla að vera fjarverandi.

Vinstri græn greiddu atkvæði með öllum ákærunum, en nú hefur kvarnast úr þeirri fylkingu. Ögmundur er genginn úr skaftinu, en af fyrrverandi þingmönnum flokksins er afstaða Atla Gíslasonar skrítnust. Hann virðist hafa orðið fyrir sinnaskiptum, en var áður í því hlutverki að leiða málið til lykta í þingmannanefndinni sem bar ábyrgð á því. Lilja Mósesdóttir ætlar hins vegar ekki að breyta afstöðu sinni.

Og innan Framsóknarflokksins hafa líka verið skiptar skoðanir um málið, nokkrir þingmenn flokksins greiddu atkvæði með ákærunni á sínum tíma – það er spurning hvað þeir gera núna.

Menn gera því skóna að ríkisstjórnin kunni að falla vegna málsins. Það er líklega ofmælt. Innan raða stjórnarliðsins hafa alltaf verið skiptar skoðanir um Landsdóm – og þótt kunni að vakna heitar tilfinningar er ekki lílegt að stjórnarflokkarnir láti steyta á þessu máli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Verst að tapa orðunum – spurði lækninn hvort hann kæmist ekki á skíði rétt eftir heilaaðgerð

Karl Ágúst Úlfsson: Verst að tapa orðunum – spurði lækninn hvort hann kæmist ekki á skíði rétt eftir heilaaðgerð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Reiði skólameistarinn

Reiði skólameistarinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Munurinn á aðildarþjóð og „lobbý-þjóð“

Þorsteinn Pálsson skrifar: Munurinn á aðildarþjóð og „lobbý-þjóð“