
Ögmundur Jónasson segir í umtalaðri grein sinni sem birtist í dag að stærsti glæpurinn fyrir hrun hafi verið einkavæðing bankanna og almannaeigna.
Ögmundur notar orðið „glæpsamlegt“.
En greinina skrifar hann í Morgunblaðið, í blað sjálfs höfuðpaurs einkavæðingarinnar.
Rök hans um að atkvæðagreiðslan í þinginu hafi tekið á sig afskræmda pólitíska mynd eru hins vegar nokkuð sterk.
Þetta var orðið nokkuð skrítið þegar ljóst var að allir myndu sleppa nema Geir.
Rannsóknarnefnd með opinberum yfirheyrslum – n.okkurs konar sannleiksnefnd – hefði líklega verið miklu betri leið til að eiga við málið.
Þegar kom í ljós að Geir stóð einn fyrir dómi var nánast búið að tryggja honum einhvers konar píslarvætti.